Underdog1 Íslandsmeistari í PUBG einstaklingskeppni

esports July 30th, 2018
PUBG

Þá er fyrsta Íslandsmeistaramóti TEK eSports í PlayerUnknown´s Battlegrounds einstaklingskeppni (solo) lokið og komið í ljós hver er Íslandsmeistari!


10 sæti: Katnip_Evermeme
9 sæti: DavidArnarson
8 sæti: Trjaskeggur
7 sæti: FreakayBeats
6 sæti: BinniJ1nX

Sæti 6-10 fá í verðlaun glæsilega ZOWIE by BenQ mús að eigin vali í Tölvutek.

5 sæti: Dummdumm
4 sæti: The-KFC-Man!!
3 sæti: Hugstar
2 sæti: veazyy

Sæti 2-5 fá í verðlaun glæsilega ZOWIE by BenQ mús að eigin vali í Tölvutek ásamt ZOWIE by BenQ músamottu.

Í fyrsta sæti og Íslandsmeistari í PlayerUnknown´s Battlegrounds einstaklingskeppni er enginn annar en Underdog1 og fær í verðlaun vinsælasta leikjaskjáinn í Tölvutek.

Til hamingju með sigurinn Underdog1, til hamingju til þeirra sem náðu top 10 og takk kærlega fyrir þáttökuna til allra sem tóku þátt eða fylgdust með mótinu 

Við í TEK eSports ætlum næst að koma við á HRingnum og verðum með beina útsendingu á Twitch rásinni okkar helgina 10-12. ágúst.

Til mikils er að vinna en Tölvutek er aðal styrktaraðili keppninar og eru glæsilegir vinningar í boði að andvirði yfir 500þús!

Skráið ykkur endilega til leiks hér, en keppt verður í CS:GO, LoL, Hearthstone, Overwatch, Starcraft II, PUBG og Fortnite.

Smellið endilega á Like við síðuna okkar hér á Facebook og kíkið við á Discord þjóninn okkar.

Takk kærlega til Admina (Cytar#3387, Einar#5126 og Dobie#0996), til Castera (testcatt (ólafur hrafn) og Embrek Snær) og auðvitað sérstakar þakkir til Tölvutek og ZOWIE e-Sports fyrir verðlaunin og stuðninginn 

Sjáumst á HRingnum!

Með kveðju, Stjórnendur TEK eSports