TEK eSports kynnir af stolti í samvinnu við Tölvutek og Trust Gaming fyrsta íslandsmeistaramótið í Rocket League!

esports April 20th, 2018
Rocket League

TEK eSports kynnir af stolti í samvinnu við Tölvutek og Trust Gaming fyrsta íslandsmeistaramótið í Rocket League!

Keppt verður Online og skráning er ÓKEYPIS!


Laugardaginn 21. Apríl verður keppt í 1v1 í Rocket League og er skráning opin fyrir allt að 256 keppendur til að byrja með. Keppt verður fyrst í best of 3 fyrirkomulagi og svo í best of 5.

Keppni hefst kl 18:00 og verður sýnt beint frá leikjunum á Twitch rás TEK eSports.

Tölvutek og Trust Gaming styrkja mótið með stórglæsilegum verðlaunum og verða þau veitt fyrir þá sem ná 8 efstu sætunum auk þess sem aukavinningar verða veittir fyrir þáttakendur og áhorfendur á Twitch!

  1. sæti Trust GXT 707 leikjastóll – 34.990.kr. https://tolvutek.is/leita/GXT+707R
  2. sæti Trust EMITA+ Streaming USB hljóðnemi með armi – 16.990.kr. – https://tolvutek.is/vara/trust-emita-streaming-usb-hljodnemi-med-armi-svartur
  3. sæti Trust GXT 155 laser mús – 9.990.kr. https://tolvutek.is/vara/trust-gxt-155-laser-mus-svort og Trust GXT Gaming músarmotta
  4. sæti Trust GXT 310 leikjaheyrnartól með hljóðnema – 8.990.kr. – https://tolvutek.is/vara/trust-gxt-310-leikjaheyrnartol-med-hljodnema-svort-raud
  5. sæti Trust GXT 860 Semi mekanískt THURA USB leikjalyklaborð – 6.990.kr. – https://tolvutek.is/vara/trust-gxt-860-semi-mekaniskt-thura-usb-leikjalyklabord-svart
  6. sæti Trust Exos 2 VR sýndarveruleika gleraugu fyrir snjallsíma – 4.990.kr. – https://tolvutek.is/vara/trust-exos-2-vr-syndarveruleika-gleraugu-fyrir-snjallsima
  7. sæti Trust GXT 213 snúrustandur fyrir mýs með USB hubbi – 3.990.kr. – https://tolvutek.is/vara/trust-gxt-213-snurustandur-fyrir-mys-med-usb-hubbi-svartur
  8. sæti Trust Primo 4400mAh ferðarafhlaða með 1x USB portum – 2.990.kr. – https://tolvutek.is/leita/primo+4400mah

Skráning í mótið ásamt nánari upplýsingum um mótið er á https://goo.gl/nZDpqy

Hægt er að taka þátt í skemmtilegum leik með ýmsum vinningum frá Tölvutek og Trust Gaming m.a. Steam gjafakortum, Trust Gaming leikjamúsamottu, Trust þráðlausri sjálfmyndastöng fyrir síma og Trust vettlingum fyrir snertiskjái sjá nánari upplýsingar og skráningu á www.tek.is/leikur

* Ath að skrá þarf sig að lágmarki áður en úrslitaleikur hefst á Twitch streymi til að geta tekið þátt!