Streymisvika #1

esports April 15th, 2018
Almennt

Í seinustu viku voru þrjú skemmtileg streymi og giveaways í gangi hjá okkur á Twitch . Þeir sem komu að þeim voru fyrst lýsandi Íslandsmeistaramótsins í PUBG hann Ólafur Hrafn aka Testcatt svo tóku við stjórnendur TEK eSports þeir Dobie, Einar og Cytar sem spiluðu Fortnite og að lokum var það svo enginn annar en Elmar aka GateM sem er besti Fortnite spilari landsins sem streymdi í lok vikunnar! Linkar á VOD eru hér að neðan.

Monday April 2, 2018 – Testcatt @ PlayerUnknown´s Battlegrounds

Eftir frábært og stórskemmtilegt Íslandsmeistaramót í PUBG var lýsandinn Testcatt ekki búinn að fá nóg af PUBG og ákvað því kl 18 á mánudeginum 2. Apríl að hefja streymi sem byrjaði á að taka nokkra létta solo leiki sem upphitun. Markmiðið var að sjálfsögðu alltaf «Winner Winner Chicken Dinner» og eftir nokkra leiki af „RNG Blue Zone“ og smá hjálp frá áhorfendum tókst honum það!

Það er greinilegt að Testcatt er ennþá að læra að keyra í PUBG og tókst honum svo frábærlega að ýta á takkann F í miðju flugi á 100km hraða og endaði það með hægum dauða því liðsfélagar hanns náðu ekki að „Revive-a“ hann 🙂

Einnig var Giveaway í boði Tölvutek þar sem TEN$ION og FreshPepperJack náðu að næla sér í 10 tíma kort í Leikjadeildinni hjá Tölvutek Hallarmúla og Steam Gift Card.

Fyrir áhugasama er VOD af streyminu hér: https://www.twitch.tv/videos/245852439

Thursday April 5, 2018 – Einar, Dobie & Cytar @ Fortnite

Fimmtudaginn kl 18 tóku stjórnendur TEK eSports nokkra leiki í Fortnite þar sem þeir sýndu hæfileika sína í að „Byggja“ og eftir smá upphitun náðu þeir sínum fyrsta „#1 Battle Royale“ sigri og var því vel fagnað!

Einnig var Giveaway í boði Tölvutek þar sem Umfy og ManiSigt náðu að næla sér í 10 tíma kort í Leikjadeildinni hjá Tölvutek Hallarmúla og Steam Gift Card.

Fyrir áhugasama er VOD af streyminu hér: https://www.twitch.tv/videos/246966911

Fortnite er nýr leikur sem er ennþá í vinnslu og við hjá TEK eSports bíðum spenntir eftir að heyra frá höfundum leiksins „Epic Games“ hvenær eSports senan er tilbúinn til þess að halda mót 🙂

Saturday April 7, 2018 – GateM @ Fortnite

Laugardaginn kl 16 vorum við svo heppnir að fá besta Fortnite spilara Íslands GateM til þess að streyma á rásinni okkar. Hann byrjaði streymið með að taka stutta upphitunar leiki og svo byggði þetta bara upp á sjálfu sér í „#1 Battle Royale“ sigra eftir hvern annan!

Hér er hægt að sjá stutt myndband af leik sem hann átti á streyminu þar sem hann endar með 15 kills ásamt fallegum endi sem við mælum með að horfa á: https://clips.twitch.tv/BigGloriousMilkAliens

Við hvetjum alla til að styðja við GateM með að follow-a Twitch rásina hans.

Einnig var Giveaway í boði Tölvutek þar sem Djokarinn og MIST Shadow náðu að næla sér í 10 tíma kort í Leikjadeildinni hjá Tölvutek Hallarmúla og Steam Gift Card.

Fyrir áhugasama er VOD af streyminu hér: https://www.twitch.tv/videos/247692360

Þetta var svo sannarlega skemmtileg vika á streyminu okkar og við viljum óska þeim sem unnu Giveaway-in til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir áhorfið.

Að lokum viljum við þakka sérstaklega Testcatt og GateM fyrir frábær streymi og skemmtun. Við hjá TEK eSports hlökkum til þess að vinna með þeim aftur í framtíðinni 🙂

Takk kærlega fyrir okkur!

TEK eSports