SPEED DEMONS SIGURVEGARAR Í 2V2 MÓTI TEK ESPORTS Í ROCKET LEAGUE

esports February 26th, 2018
Rocket League

Um helgina 24. Febrúar 2018 héldum við í TEK eSports okkar fyrsta 2v2 mót í Rocket League og heppnaðist það mjög vel!

Við viljum fyrst og fremst þakka ykkur þátttakendum og áhorfendum fyrir frábæra þátttöku og skemmtilegt mót. Einnig viljum við þakka Tölvutek og KOSS fyrir að veita okkur þann möguleika að gefa verðlaun og fyrir gott samstarf.

Eins og flestir vita þá var úrslitaleikur á milli Speed Demons og Deja Vu sem endaði með sigri fyrir Speed Demons 4-1 í best af 7 leikjum.

Þið getið skoðað VOD af streyminu hér: http://www.twitch.tv/videos/232389479

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að sjá hér: https://www.toornament.com/tournaments/1196978827310022656/information

Einnig vorum við með Like leik í gangi og sigurvegaranir “Zemmari” (Helgi) og “Brolafsky” (Ólafur) náðu að næla sér í 25$ Steam/PS4 gjafakort í boði Tölvutek.

Lýsendur mótsins voru “Umfez” (Jóhann) og “Steaksoup” (Hörður) og stóðu þeir sig með prýði. Þeir voru ekki aðeins skemmtilegir að hlusta á heldur líka héldu þeir streyminu gangandi með sögum og bröndurum meðan hlé var á milli leikja.

Við stefnum á næsta mót von bráðar og til að vera fyrstur að fá upplýsingar um komandi mót og viðburði hjá okkur hvetjum við alla til að Like-a Facebook síðuna okkar: http://www.facebook.com/tolvutekesports

Fyrir gott úrval af tölvum og tölvubúnaði mælum við með vefverslun Tölvutek: http://tolvutek.is/

Takk kærlega fyrir okkur og við sjáumst hress á næsta móti :slight_smile: