Íslandsmeistaramót í PUBG

esports May 13th, 2018
PUBG

TEK eSports kynnir af stolti í samvinnu við Tölvutek og ZOWIE e-Sports by BenQ fyrsta Squad mót á Íslandi í PlayerUnknown’s Battlegrounds!

 

Helgina 19-20. Maí verður keppt í PlayerUnknown’s Battlegrounds Squad FPP (4 saman í liði) og geta allt að 256 spilarar tekið þátt eða 64 lið.

Keppni hefst kl 12:00 þann 19. maí og úrslit hefjast kl 18:00 þann 20. maí. Það verður sýnt eins og áður beint frá leikjunum á Twitch rás TEK eSports.

Ókeypis skráning í mótið ásamt nánari upplýsingum um mótið er hér: Toornament og athugið að framlengdur skráningarfrestur er til þriðjudagsins 15. maí kl 23:59!

Tölvutek og ZOWIE by BenQ styrkja mótið með stórglæsilegum verðlaunum og verða þau veitt fyrir þau lið sem ná efstu 3 sætunum auk þess sem aukavinningar verða veittir fyrir þáttakendur og áhorfendur á Twitch!

  1. Sæti: 4.stk. af vinsælasta leikjaskjánum í Tölvutek frá ZOWIE by BenQ

  2. Sæti: 4.stk. leikjamús og leikjamotta frá ZOWIE by BenQ

  3. Sæti: 4.stk. leikjamús frá ZOWIE by BenQ

Einnig er hægt er að taka þátt í skemmtilegum leik með ýmsum vinningum frá Tölvutek m.a. Steam gjafakortum, leikjamúsamottu, snúruhaldara og 10 tíma í Gaming Cafe á leikjadeild Tölvutek Hallarmúla. Sjá nánari upplýsingar og skráningu hér.

* Ath að skrá sig í leikinn að lágmarki áður en bein útsending hefst á Twitch til að geta tekið þátt!