Íslandsmeistaramót í PlayerUnknown’s Battlegrounds

esports March 19th, 2018
PUBG

TEK eSports kynnir af stolti í samvinnu við Tölvutek og ZOWIE by BenQ fyrsta mót á Íslandi í PlayerUnknown’s Battlegrounds.

Keppt verður Online og skráning er ÓKEYPIS!

Helgina 24-25. Mars verður keppt í Duo FPP (2 saman í liði) og verða allt að 49 lið að keppa í hverjum leik (1 eða best of 3 eða 5 eftir þáttöku) * Ath ef skráning fer yfir 49 lið verður keppt bæði laugardag og sunnudag annars einungis laugardag. Keppt verður í allt að 5 leikjum, en aðeins 3 eða 1 ef skráning fer yfir 49 lið.

Keppni hefst kl 18 og verður sýnt beint frá leikjunum á Twitch rás TEK eSports.

Tölvutek og ZOWIE by BenQ styrkja mótið með stórglæsilegum verðlaunum og verða þau veitt fyrir þau lið sem ná efstu 3 sætunum auk þess aukavinningar verða veittir fyrir þáttakendur og áhorfendur á Twitch!

  1. Sæti: Vinsælasti leikjaskjárinn í Tölvutek frá ZOWIE by BenQ – http://tolvutek.is/vara/benq-zowie-xl2411p-24-led-fhd-16-9-3d-144hz-skjar-svartur
  2. Sæti: Leikjamús og leikjamotta frá ZOWIE by BenQ – http://tolvutek.is/leita/zowie+optical og http://tolvutek.is/leita/zowie+musarmotta
  3. Sæti: Leikjamús frá ZOWIE by BenQ – http://tolvutek.is/leita/zowie+optical

Skráning í mótið ásamt nánari upplýsingum um mótið er á https://goo.gl/nZDpqy

Hægt er að taka þátt í skemmtilegum leik með ýmsum vinningum frá Tölvutek m.a. 4x 25$ Steam gjafakort, leikjamúsamottu og snúruhaldara, sjá nánari upplýsingar og skráningu á https://www.tek.is/leikur Ath að skrá þarf sig að lágmarki áður en úrslitaleikur hefst til að geta tekið þátt