DEJA VU ÍSLANDSMEISTARAR Í ROCKET LEAGUE

esports April 30th, 2018
Rocket League

Þá er frábær laugardagur að baki og loks komið í ljós hver sigurvegari fyrsta Íslandsmeistaramóts í Rocket League er!


Hart var barist um þriðja sætið á milli liðana “Kjöt og Carry” með spilurunum “SteiniNagli” og “Twinkletoes” og á móti þeim var liðið “Los Emojados” með spilurunum “Scooby” og “Zmacker” en þeir leikar fóru að lokum 3:1 sigur fyrir Kjöt og Carry. Fyrir þriðja sætið fá spilarar glæsilega Trust GXT 155 laser mús og Trust GXT Gaming músarmottu. Verðlaun fyrir fjórða sætið voru ekki af verri endanum og fengu spilarar sitthvort Trust GXT 860 Semi mekanískt THURA USB leikjalyklaborð frá Tölvutek.

Úrslitaleikurinn var spilaður á milli liðana “InToxicated” með spilurunum “Klói” og “Cereal” og á móti þeim var liðið “Deja Vu” með spilurunum “TheGamingKraken” og “Vaddimah” og voru það Deja Vu sem höfðu 3:0 sigur og eru því fyrstu Íslandsmeistarar í tveggja manna liða keppni í Rocket League!

Fyrir annað sæti fengu leikmenn InToxicated tvö stykki Trust EMITA+ Streaming USB hljóðnema með armi en sigurvegararnir fengu sitthvorn Trust GXT 707 leikjastólinn!

Hægt er að sjá VOD af mótinu hér.


TEK eSports mun halda áfram að halda keppnismót í rafrænum íþróttum með vinsælustu leikjum á landinu og hvetjum við alla til að fylgja okkur hér á Facebook, á Discord, Twitch og á www.tek.is

Við viljum þakka kærlega öllum sem tóku þátt í íslandsmeistaramótinu, öllum sem horfðu á, Admins (Dobie#0996, Cytar#3387 og Einar#5126) og Moderators (Hydra#6729), Casters (Umfy#2954 og BeeDawg#6809) og sérstakar þakkir til Tölvutek og Trust Gaming fyrir að gera þetta mögulegt með ótrúlegum verðlaunum og frábærum stuðning.

Sjáumst á næsta móti!

Með kveðju, Stjórnendur TEK eSports